Niðurstöður „Leggur þú þitt af mörkum?“ sumarið 2012
Sumarið 2012 héldu ASÍ, SA og RSK áfram samstarfi sínu undir heitinu „Leggur þú þitt af mörkum?“. Að þessu sinni var framkvæmdin bundin við fáar atvinnugreinar auk þess sem notuð var önnur aðferðafræði en áður. Að þessu sinni var eftirlitið nánast alfarið bundið við byggingariðnaðin og ferðaþjónustuna.
Með nýju verklagi sem og færri starfsmönnum við átakið var yfirferð í þessum þriðja hluta verkefnisins umfangsminni en áður. Á móti kom að hvert mál var skoðað nánar og brugðist var við frávikum strax með viðeigandi hætti. Þrátt fyrir minna umfang fékkst í þessum hluta verkefnisins mikilvæg reynsla með breyttri nálgun sem nýtt verður í framhaldinu til að efla og þróa þessa aðferðafræði við vettvangseftirlit. Hins vegar er ljóst að frekari úrræða er þörf í baráttunni gegn svartri vinnu og svartri atvinnustarfsemi.
Helstu niðurstöður átaksins má sjá hér.